Um var að ræða tvær ferðatöskur með samtals 60 kílóum af kannabisefnum, sem samkvæmt Sky Sports eru virði um 600.000 punda eða um 108 milljóna króna.
Emmanuel-Thomas, sem er 33 ára gamall, kom með fíkniefnin frá Bangkok í Taílandi í síðasta mánuði, en þau fundust á Stansted-flugvellinum. Tvær konur hafa einnig verið ákærðar vegna málsins.
Emmanuel-Thomas var í unglingaakademíu Arsenal og á mála hjá félaginu á fyrstu árum meistaraflokksferilsins, en spilaði þó aðeins einn deildarleik fyrir liðið. Hann lék svo með Ipswich, Bristol City og QPR ásamt fleiri liðum, en hefur einnig spilað í Taílandi og Indlandi.
Í dag er hann á mála hjá Greenock Morton í Skotlandi. Forráðamenn félagsins hafa hingað til ekki viljað tjá sig um málið.