Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 09:51 Víkingar máttu spila á heimavelli sínum í Víkinni í undankeppni Sambandsdeildarinnar en kröfurnar eru meiri þegar stærri liðin koma í heimsókn, auk þess sem sólin er núna mun skemur á lofti. vísir/Diego Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira