Morðgátan um Kaupþing Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar