Morðgátan um Kaupþing Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun