Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar 8. desember 2025 17:01 Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Heilbrigðismál Matur Dýraheilbrigði Mest lesið ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þetta eru krabbameinsvaldar. Unnar kjötvörur líkt og beikon, skinka, pepperoni og pylsur tilheyra fyrsta flokki krabbameinsvaldandi efna. Það er flokkur efna sem vitað er að valda krabbameini í mannfólki. Því er mælt með að neyta sem allra minnst af þessum vörum. Neysla á 50 grömmum af unnu kjöti á dag eykur áhættuna á ristilkrabbameini um 18%. Fjöldi rannsókna sýna einnig tengsl milli unninna kjötvara og brjósta-, bris-, blöðruhálskirtils- og þvagblöðrukrabbameina. Rekja má 644.000 ótímabær dauðsföll árlega til neyslu á unnu kjöti. Ferilrannsókn sem fylgdi 134.297 þátttakendum eftir sýndi að þau sem neyttu yfir 150 grömm af unnu kjöti á viku voru 46% líklegri til að þróa með sér kransæðasjúkdóm. Fjöldi framsærra ferilrannsókna hafa sýnt sterk tengsl milli neyslu á unninni kjötvöru og áunninni sykursýki, en 50 gramma dagsneysla jók áhættuna á sjúkdómnum um 51%. Ellefu milljónir manna deyja árlega vegna slæms mataræðis. Skýringarmynd frá bresku samtökunum Cancer Research UK. Neysla svínakjöts Á Íslandi eru um 80 þúsund svínum slátrað árlega. Það gera um 200 svín á dag. Árleg innlend framleiðsla á svínakjöti er um 6.000-7.000 tonn. Við þetta bætist svo við innflutningur á um 1.700 tonnum. Meðalneysla Íslendings á svínakjöti er 21 kg á ári. Stór hluti svínakjöts endar sem unnin kjötvara. Meðferð svína í matvælaiðnaði Nær allar afurðir af svínum koma frá verksmiðjubúum. Framleiðslan byggir á þauleldi þar sem velferð dýra er fórnað fyrir hagkvæmni. Dýrin eru haldin við aðstæður sem eru eins langt frá þeirra náttúrulega umhverfi og hugsast getur. Þau geta með engu móti uppfyllt sínar náttúrulegu þarfir eða sýnt sitt eðlilega atferli. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mannelsk og leikglöð. Í verksmiðjubúum landsins lifa þau innilokuð ævilangt. Þeim er aldrei hleypt út og geta aldrei andað að sér fersku lofti. Gyltur eru hafðar í gotstíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Tennur grísa og hali þeirra er klipptur án deyfingar. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein er klippt af dýrinu. Þegar að endalokum er komið þá eru þessi dásamlegu dýr sett í gasklefa þar sem sem þau enda líf sitt óttaslegin og þjökuð af sársauka. Framleiðsla á heilsuspillandi vörum úr þjáðum dýrum Þjáning svína í matvælaiðnaði er ekki einungis hörmulegt brot á réttindum dýra heldur er varan sem fengin er með þessum ömurlegu aðferðum ógn við heilsu manna. Á sama tíma og íslenska ríkið vill tala fyrir lýðheilsu fær þessi iðnaður greidda styrki úr vösum landsmanna. Það skýtur skökku við markmiði stjórnvalda um heilsueflingu þjóðar. Það er brýnt að niðurgreiðsla á slíkri matvöru verði hætt. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi fjórða árið í röð. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður.Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar