Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 8. desember 2025 13:31 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Félagsmál Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að svíkja öryrkja sem búa erlendis um eingreiðslu, sem þeir hafa þó fengið síðustu ár óháð búsetu sinni utan Íslands. Fólk býr erlendis af ýmsum ástæðum. Öryrkjar sem búa erlendis fá ekki auka greiðslur eins og heimilisuppbót eða framfærsluppbót greidd á grundvelli lögheimilis. Þannig að heildargreiðsla til þeirra er um 60.000 kr lægri en öryrkja sem er búsettur er á Íslandi (þetta er eftir aðstæðum, þar sem heimilisuppbót og framfærsluppbót er bundin við hjúskaparstöðu viðkomandi). Ríkisstjórn Íslands er að svíkja öryrkja sem eru búsettir erlendis og það harkalega. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar ef þetta verður að lögum. Þetta er skömm ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkana sem standa að ríkisstjórninni sem verður aldrei þvegin í burtu. Þetta er skömm sem verður ekki þvegin í burtu, þó svo að ríkisstjórnin breyti þessum lögum á síðustu stundu. Hérna er einfaldlega verið að ráðast á fátækasta fólk á Íslandi, vegna þess að það býr innan Evrópu og nýtir þann rétt til þess að búa utan Íslands í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra samnninga. Umræddur málaflokkur er undir stjórn Flokk Fólksins sem hefur, þegar hann var í stjórnarandstöðu farið mikið um þessa eingreiðslu á hverju ári í Desember. Með fullt af látum og upphrópunum. Þannig að greiðslan hefur fengist í gegn síðan henni var komið á árið 2021 vegna verðbólgu og verðhækkana. Þegar hinsvegar flokkur fólksins komst í ríkisstjórn og í ráðherraembætti. Þá fór að heyrast annað hljóð. Þá skiptu öryrkjar sem búa erlendis ekki neinu máli, það örlar einnig á því að öryrkjar sem búa á Íslandi skipti ekki neinu máli heldur. Stjórnmálaflokkar tala mikið og segja margt. Það sem skiptir máli er hvað þeir gera þegar þeir hafa völdin. Núna hefur það komið í ljós með ríkisstjórnina á Íslandi og þá sérstaklega flokk fólksins hvað þeim finnst og hvað þeir eru tilbúnir að gera þegar þeir eru með völdin. Það er ekki góð ásýnd, þar sem í tilraun til þess að spara er öryrkjum sem búa erlendis refsað fyrir það að búa erlendis með því að svipta þá þessari eingreiðslu. Ríkisstjórn á að hækka skatta á ríkasta fólk Íslands, ekki leita sparnaðar hjá fátækasta fólki Íslands. Í nefndaráliti sem var gefið út í dag (8. Desember 2025). Þá leggur nefndin til þess að frumvarpið fari óbreytt í gegn og verði að lögum. Þannig verði mismunun eftir búsetu lögfest á Íslandi varðandi þessa eingreiðslu, þvert á lög, stjórnarskrá Íslands og EES samninginn. Svona er ekki í lagi verður aldrei í lagi. Sama hvernig stjórnmálamenn reyna að réttlæta svona mismunun gegn fátækasta fólki á Íslandi. Þessi eingreiðsla var greidd til öryrkja sem voru búsettir erlendis árið 2024, árið 2023, árið 2022 og árið 2021. Þarna eru fjögur ár af lagafordæmi sem núverandi ríkisstjórn Íslands ætlar að fara gegn. Nefndarálit Velferðarnefndar Núverandi stjórnarandstaða á Íslandi er ekkert betri. Þau nenntu ekki einu sinni að mæta í vinnuna eða umræddan fund þar sem fjallað var um þetta lagafrumvarp, eða senda inn varamann ef slíkt væri í boði. Höfundur er rithöfundur, borgaralegur vísindamaður og öryrki búsettur í Danmörku vegna stöðu húsnæðismála á Íslandi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar