Gott efni sem fer til spillis 9. ágúst 2005 00:01 Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar