Gott efni sem fer til spillis 9. ágúst 2005 00:01 Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar