Gott efni sem fer til spillis 9. ágúst 2005 00:01 Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar