Hvert er fólk alltaf að ana? 12. júlí 2005 00:01 Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun