Hvert er fólk alltaf að ana? 12. júlí 2005 00:01 Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Útlandaæðið hefur gripið landsmenn enn einu sinni. Ekki fleiri komast út í sólina þetta sumarið því ferðaskrifstofunum hefur tekist að fylla allar flugvélarnar sínar af sólarþyrstum Íslendingum. Fólk þráir ekkert heitar en að komast af landi brott, hvort sem það er til Benidorm, Króatíu eða í borgarferð til Rómar, bókstaflega allir eru að fara út í sumar, eins og síðasta sumar og sumarið þar á undan. En af hverju þarf alltaf að fara útlanda á hverju sumri? Það er eins og engum detti í hug að hægt sé að fara til Íslands í sumarfrí. Jújú, fólk fer nú um landið, en Íslandsferðir virðast oft snúast um að setjast að í tjöldum á tjaldstæðum rétt fyrir utan borgina. Merking þess að ferðast um Ísland er því oftar en ekki tengd áhættunni á blautum svefpokum og einnota útigrillum sem ná varla að hitna nógu mikið til að steikja fjóra hamborgara. Það er því ekkert skrítið að margur eigi betri minninguna úr skraufþurru hótelherbergi lengst suður í löndum. Sumir ættu að prófa að leyfa sér þann munað sem það gerir í útlöndum. Fara með opnum huga og nokkrar krónur í veskinu og kynnast því hvernig það er að vera alvöru ferðamaður á Íslandi. Hér er á mörgu að taka og eitthvað til fyrir alla. Ef maður er fyrir borgarferðir er vel hægt er að fara í eina slíka til Reykjavíkur. Borgin hefur upp á margt að bjóða sem Íslendingar eiga erfitt með að sjá. Með því að fara að hugsa eins og ferðamaður í Reykjavík kemur í ljós að fólk þekkir borgina kannski ekki eins vel og það vill vera láta. Ég er til dæmis viss um að ekki margir státa af því að hafa farið í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn. Í borgarferðum fara margir að heimsækja söfn og svoleiðis, en af hverju að ferðast yfir heilt haf til að skoða Centre Pompidou þegar maður hefur aldrei lagt leið sína í Nýló? Á sama hátt er öfugsnúið að maður tími aldrei að fara út að borða í heimabyggð en láti sig ekki muna um að spreða í veitingahús um leið og maður er kominn út fyrir landsteinana. Við Íslendingar þreytumst ekki á því að segja öðrum þjóðum hvað við búum á fallegu landi. En við vitum oft ekki sjálf hvað við búum á fallegu landi. Sumir borgarbúa hafa aldrei komið út á land, nema ef hægt er að kalla "út á land" að keyra Reykjanesbrautina út á Keflavíkurflugvöll. Sömu hugsun er hægt að nota úti á landi og í Reykjavík. Þegar ferðast er í útlöndum munar fæsta um að eyða nokkrum þúsundköllum í að gista á hótelum. Til að eiga sem besta minningar á ferð um Ísland í hvers konar veðri getur meðaljón alveg séð af fimmþúsundkalli í hótelherbergi á sama hátt og hann getur keypt sér hótelherbergi í útlöndum. Fólk leitar langt yfir skammt til að svala forvitni sinni og ferðaþrá þar sem Ísland skartar sínu fegursta og mannlífið í Reykjavík iðar sem aldrei fyrr. Af hverju ekki að prófa að vera ferðamaður í eigin landi og heimsækja það með sama hugarfari og maður heimsækir önnur lönd? Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun