Innlent

Sober aftengir varnir tölva

Björn Davíðsson þróunarstjóri tölvuþjónustunnar Snerpu á Ísafirði varar við skaðlegri netóværu.
Björn Davíðsson þróunarstjóri tölvuþjónustunnar Snerpu á Ísafirði varar við skaðlegri netóværu.

Um þessar mundir eru að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum í umferð á internetinu. Sober er sú tegund af óværu sem berst í tölvupósti. Ormurinn grefur sig í tölvuna þegar notandi opnar sýkt viðhengi sem borist hefur í tölvupósti.

Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu á Ísafirði, segir afbrigðin þrjú sem mest ber á núna geta aftengt vírusvarnarforrit ef þau hafa ekki verið rétt uppfærð með nýjustu upplýsingum um netóværu. "Því er rík ástæða til að leggja áherslu á það við tölvunotendur að þeir haldi veiruvarnarforritum rétt uppfærðum," segir hann og bætir við að Kaspersky Lab veiruvarnarfyrirtækið hafi tilkynnt um mikinn fjölda af sýktum pósti sem hafi verið stöðvaður af hugbúnaði þess, KAV Antivirus. "Það hefur verið staðfest að sú alda sem nú gengur yfir sé af völdum Sober-ormsins, nánar tiltekið afbrigða sem gefin hafa verið nöfnin Sober.u, Sober.v og Sober.w."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×