„Það er allt svart þarna inni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 12:11 vísir/Sigurður Örn Slökkvistarfi við iðnaðarhúsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ sem varð eldi að bráð í nótt er nú lokið. Eigandi húsnæðisins segir tjónið gífurlegt og líðan sína hræðilega þótt hann horfi jákvæður til framtíðar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út upp úr klukkan fjögur í nótt þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Klettaröð á Ásbrú í Reykjanesbæ. Um 950 fermetra húsnæði er að ræða en það hýsti partasöluna Partout, verkstæðið GIB og Köfunarþjónustu Sigga. Slökkvistarfi lauk um hálf ellefu og mun lögreglan nú rannsaka eldsupptökin. Húsnæðið var mannlaust þegar eldur kom upp. „Við rýmdum eina byggingu sem var við hliðina á. Ég veit ekki alveg fjöldann þar inni en hún var rýmd þegar reykur stóð yfir hana,“ sagði Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri Suðurnesja, í morgun. Húsnæðið er í eigu Sigurðar Arnars Stefánssonar, sem á og rekur Köfunarþjónustu Sigga, en hann segir tjónið gífurlega mikið. Fréttastofa ræddi við hann þar sem hann stóð á vettvangi og virti fyrir sér skemmdirnar. „Slökkvistarfi er lokið. Það er allt svart þarna inni. Það þurfti að rjúfa þakið til að ráða niðurlögum eldsins og það er reykur út um allt og sót. Þetta er gríðarlegt tjón. Ég segi ekki altjón en húsnæðið er illa farið ef ekki ónýtt. Búnaðurinn er náttúrulega að megninu til ónýttur sko. Það er meðal annars köfunarbíllinn okkar sem er sérstaklega útbúinn. Hann er skemmdur og brunninn.“ Þrjú fyrirtæki voru með starfsemi í húsinu.vísir/Sigurður Örn Þrátt fyrir það kveðst hann vongóður um að geta haldið rekstri áfram sem fyrst. „Ég á nú góða að og mér sýnist á öllu að við mætum í vinnu á morgun þó við gefum frí í dag. Þetta verður brekka.“ Rjúfa þurfti þakið til að sinna slökkvistarfi.vísir/sigurður Örn Það sé ómögulegt að meta fjárhagslegt tjón að svo stöddu en húsnæðið og búnaður eru tryggð að hluta. „Það er partasala í húsinu hjá okkur og það er mikið vatnstjón og tjón hjá þeim en það er meiri reykur hjá verkstæði sem er þarna líka.“ Hvernig líður þér núna? „Hræðilega bara. Þetta er bara ömurlegt en ég er nú reyndar þannig að ég lít á þetta bara sem vegg og ég er búinn að finna mér stiga og ég ætla príla yfir veginn.“ Sagði Sigurður Örn Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigga.
Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira