Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 08:09 Jón Pétur Zimsen og Sigurður Örn Hilmarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, kvitta undir nefndarálit minnihlutans um málið. Vísir/samsett Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihluta sem undir rita þingmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins í nefndinni, tekur ekki undir álitið. Meirihlutinn gerir engar breytingatillögur Með frumvarpinu er lagt til er lagt til að tekinn verði aftur upp í lögin kafli um stuðning við einkarekna frétta- og dagskrármiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta og fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Í fyrri lögum um sama efni frá 2023 var miðað við að hlutfall stuðnings til hvers fjölmiðils sem sækir um gæti numið 25% en nú er lagt til að það geti ekki orðið hærra en sem nemur 22% af fjárveitingu til verkefnisins um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Nefndarálit meirihlutans hafði þegar verið birt en meirihlutinn leggur til að frumvarpið fari óbreitt út úr nefndinni og til annarrar umræðu í þingsal. Frumvarpið bendi til óánægju ríkisstjórnarinnar „Fyrsti minni hluti leggst gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi mynd og telur að framgangur þess sé ekki til þess fallinn að auka sjálfstæði fjölmiðla og möguleika þeirra til að veita stjórnvöldum og öðrum valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Þvert á móti hefur frumvarpið fremur þá ásýnd að verið sé að senda gagnrýnum fjölmiðlum með þróttmikla starfsemi skilaboð um að óánægja ríki um störf þeirra af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir meðal annars í nefndaráliti minnihlutans. „Rekstrarvandi íslenskra fjölmiðla felst í skakkri samkeppnisstöðu við Ríkisútvarpið, sem nýtur bæði opinberra fjárframlaga og keppir við einkaaðila um sölu auglýsinga. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndunum og gerir það að verkum að frjálsir fjölmiðlar standa höllum fæti hérlendis. Samanburður frumvarpsins á styrkja- og rekstrarumhverfi fjölmiðla á Norðurlöndunum er því villandi, enda er þar hvergi minnst á þessa sérstöðu Ríkisútvarpsins,“ segir ennfremur. Óttast að ríkisstyrkir dragi úr óhæði fjölmiðla Í grundvallaratriðum kveðst minnihlutinn ekki hrifinn af ríkisstyrkjum til fjölmiðla til að byrja með. „Það að gera fjölmiðla fjárhagslega háða hinu opinbera veikir aðhaldshlutverk þeirra, dregur úr óhæði gagnvart stjórnvöldum og eykur freistnivanda þeirra stjórnmálamanna sem vilja hlutast til um fjölmiðlun í landinu,“ að mati þingmannanna. Markmið frumvarpsins sé sagt vera að styðja með fyrirsjáanlegum hætti við einkarekna fjölmiðla, en í því felist þó einskiptisheimild til styrkveitingar sem renni út næstkomandi áramót og feli í sér að hámarksstyrkir verði lækkaðir úr 25% í 22% af heildarframlagi. Ljóst er að sú breyting mun lækka styrkveitingar til tveggja stærstu fjölmiðlanna, sem helst geta veitt Ríkisútvarpinu samkeppni og eru í sterkustu stöðunni til að veita stjórnvöldum aðhald. Vinna stendur yfir um endurskoðun á kerfinu um stuðning við einkarekna fjölmiðla og er hún sögð vel á veg komin að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Gildistími umræddra lagabreytinga sem boðaðar eru verði aðeins til ársloka 2026 en stefnt sé að því að leggja fram frumvarp á næsta vorþingi um endurskoðaðan stuðning sem eigi að festa hann í sessi til lengri tíma. Þá hefur ráðherra boðað endurskoðun á starfsemi Rúv, sem enn liggur þó ekki fyrir hvernig muni líta út. Þessi áform telja þingmenn minnihlutans skynsamlegri en það sem boðað er með frumvarpinu. „Af þessum sökum og í ljósi skamms gildistíma frumvarpsins leggst 1. minni hluti harðlega gegn lækkun þaks hámarksstyrkja, ellegar er hætt við því að þingið sendi þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að veita stjórnvöldum aðhald, sérstaklega í ljósi umræðna um pólitískan þrýsting á ráðherra málaflokksins,“ segir loks í niðurlagi nefndarálitsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihluta sem undir rita þingmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins í nefndinni, tekur ekki undir álitið. Meirihlutinn gerir engar breytingatillögur Með frumvarpinu er lagt til er lagt til að tekinn verði aftur upp í lögin kafli um stuðning við einkarekna frétta- og dagskrármiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta og fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Í fyrri lögum um sama efni frá 2023 var miðað við að hlutfall stuðnings til hvers fjölmiðils sem sækir um gæti numið 25% en nú er lagt til að það geti ekki orðið hærra en sem nemur 22% af fjárveitingu til verkefnisins um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Nefndarálit meirihlutans hafði þegar verið birt en meirihlutinn leggur til að frumvarpið fari óbreitt út úr nefndinni og til annarrar umræðu í þingsal. Frumvarpið bendi til óánægju ríkisstjórnarinnar „Fyrsti minni hluti leggst gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi mynd og telur að framgangur þess sé ekki til þess fallinn að auka sjálfstæði fjölmiðla og möguleika þeirra til að veita stjórnvöldum og öðrum valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Þvert á móti hefur frumvarpið fremur þá ásýnd að verið sé að senda gagnrýnum fjölmiðlum með þróttmikla starfsemi skilaboð um að óánægja ríki um störf þeirra af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir meðal annars í nefndaráliti minnihlutans. „Rekstrarvandi íslenskra fjölmiðla felst í skakkri samkeppnisstöðu við Ríkisútvarpið, sem nýtur bæði opinberra fjárframlaga og keppir við einkaaðila um sölu auglýsinga. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndunum og gerir það að verkum að frjálsir fjölmiðlar standa höllum fæti hérlendis. Samanburður frumvarpsins á styrkja- og rekstrarumhverfi fjölmiðla á Norðurlöndunum er því villandi, enda er þar hvergi minnst á þessa sérstöðu Ríkisútvarpsins,“ segir ennfremur. Óttast að ríkisstyrkir dragi úr óhæði fjölmiðla Í grundvallaratriðum kveðst minnihlutinn ekki hrifinn af ríkisstyrkjum til fjölmiðla til að byrja með. „Það að gera fjölmiðla fjárhagslega háða hinu opinbera veikir aðhaldshlutverk þeirra, dregur úr óhæði gagnvart stjórnvöldum og eykur freistnivanda þeirra stjórnmálamanna sem vilja hlutast til um fjölmiðlun í landinu,“ að mati þingmannanna. Markmið frumvarpsins sé sagt vera að styðja með fyrirsjáanlegum hætti við einkarekna fjölmiðla, en í því felist þó einskiptisheimild til styrkveitingar sem renni út næstkomandi áramót og feli í sér að hámarksstyrkir verði lækkaðir úr 25% í 22% af heildarframlagi. Ljóst er að sú breyting mun lækka styrkveitingar til tveggja stærstu fjölmiðlanna, sem helst geta veitt Ríkisútvarpinu samkeppni og eru í sterkustu stöðunni til að veita stjórnvöldum aðhald. Vinna stendur yfir um endurskoðun á kerfinu um stuðning við einkarekna fjölmiðla og er hún sögð vel á veg komin að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Gildistími umræddra lagabreytinga sem boðaðar eru verði aðeins til ársloka 2026 en stefnt sé að því að leggja fram frumvarp á næsta vorþingi um endurskoðaðan stuðning sem eigi að festa hann í sessi til lengri tíma. Þá hefur ráðherra boðað endurskoðun á starfsemi Rúv, sem enn liggur þó ekki fyrir hvernig muni líta út. Þessi áform telja þingmenn minnihlutans skynsamlegri en það sem boðað er með frumvarpinu. „Af þessum sökum og í ljósi skamms gildistíma frumvarpsins leggst 1. minni hluti harðlega gegn lækkun þaks hámarksstyrkja, ellegar er hætt við því að þingið sendi þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að veita stjórnvöldum aðhald, sérstaklega í ljósi umræðna um pólitískan þrýsting á ráðherra málaflokksins,“ segir loks í niðurlagi nefndarálitsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent