Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2025 19:17 Bryndís Björnsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ný störf urðu til í Bláskógabyggð í dag þegar nýtt baðlón var opnað í Laugarási. Bygging lónsins kostaði um þrjá milljarða króna en það er allt hið glæsilegasta. Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Laugarás Lagoon er nafnið á lóninu þar sem gestum er boðið upp á upplifun þar sem náttúran, hönnunin og vellíðanin mætast. Lónið er tæpir þúsund fermetrar á tveimur hæðum. Auk þess eru tvær gufur á staðnum, kaldur og heitur pottur og veitingastaðurinn Ylja þar sem Vestmanneyingur er allt í öllu. „Hér erum við með stóran veitingasal þar sem við erum að bjóða upp á mat úr nærumhverfinu þannig að við erum að versla við rosalega mikið af smáframleiðendum hérna í kring og viljum búa til svona heildræna upplifun á staðnum,” segir Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður. Gísli Matthías Auðunsson, sem er veitingamaður á Ylju hjá Laugarás Lagoon. Í salnum hans eru borð fyrir um 80 manns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Glæsilegur sjö metra foss er í lóninu, sem á örugglega eftir að vekja mikla athygli gesta þegar þeir fara í gegnum hann. Lónið er allt hið glæsilegasta en það er rétt við Iðubrú í Laugarási.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er rosalega flott hjá ykkur? „Já, takk fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það er búið að vinna hér mikið starf til að reyna að skapa upplifun svo fólk vilji koma hérna og heimsækja okkur og koma til að njóta og við erum afskaplega þakklát fyrir fólkið, sem mætti hérna fyrsta daginn og vonum að það verði þannig áfram,” segir Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon. Bryndís segir að kostnaður við byggingu lónsins sé um þrír milljarðar króna. En hverjir eiga staðinn? „Þetta eru allt saman íslenskir fjárfestar, bara íslenskir aðilar, sem ákváðu að setja verkefnið af stað og fengu fleiri með sér,” segir hún. En hvað skyldi kosta að fara ofan í þetta nýja baðlónið? „Það fer eftir því hversu mikinn lúxus maður vill fá sér en verðin hjá okkur eru frá 6.900 krónum og upp úr eftir því hvað maður bætir við,“ segir Bryndís alsæl með fyrsta daginn í nýja lóninu. Það fór vel um gesti nýja lónsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða nýja lónsins
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira