Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 00:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á viðburði í Hvíta húsinu þann 15. október. Hann hefur lengi eldað grátt silfur með Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Ap/John McDonnell Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira