Framsóknarflokkur minnstur 10. júlí 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira