Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 15:14 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess. Á vef Persónuverndar segir að stofnunin hafi úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum kvartanda til þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ljóst er að um kvörtun Ólafar er að ræða. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Svo fór að Ásthildur Lóa sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins. Sagði í góðu lagi ef Ásthildur Lóa sæti fundinn Á vef Persónuverndar segir að í málinu hafi legið fyrir að Ólöf hefði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Í beiðni sinni til forsætisráðuneytisins hafi hún tekið fram að erindið varðaði þáverandi mennta- og barnamálaráðherra og að það væri í góðu lagi að viðkomandi ráðherra sæti fundinn líka ef forsætisráðherra óskaði þess. Af fyrirliggjandi gögnum hafi ekki ekki annað verið ráðið en að forsætisráðuneytið hefði miðlað persónuupplýsingum Ólafar til mennta- og barnamálaráðherra í þeim tilgangi að undirbúa svar við fundarbeiðni hennar og meta réttan farveg málsins. Játa verði stjórnvöldum svigrúm Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að miðlun forsætisráðuneytisins á upplýsingum um Ólöfu til mennta- og barnamálaráðherra umrætt sinn hefði verið nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem forsætisráðuneytið fer með. Vinnsla persónuupplýsinganna hafi því verið heimil en að mati Persónuverndar verði að játa stjórnvöldum ákveðið svigrúm til að meta hvaða vinnsla er nauðsynleg til að framfylgja lögbundnum verkefnum sínum. Einnig hafi það verið niðurstaða Persónuverndar að miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum Ólafar hefði samrýmst meginreglum persónuverndarlaga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Persónuvernd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Á vef Persónuverndar segir að stofnunin hafi úrskurðað í máli þar sem kvartað var yfir miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum kvartanda til þáverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ljóst er að um kvörtun Ólafar er að ræða. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Svo fór að Ásthildur Lóa sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna málsins. Sagði í góðu lagi ef Ásthildur Lóa sæti fundinn Á vef Persónuverndar segir að í málinu hafi legið fyrir að Ólöf hefði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Í beiðni sinni til forsætisráðuneytisins hafi hún tekið fram að erindið varðaði þáverandi mennta- og barnamálaráðherra og að það væri í góðu lagi að viðkomandi ráðherra sæti fundinn líka ef forsætisráðherra óskaði þess. Af fyrirliggjandi gögnum hafi ekki ekki annað verið ráðið en að forsætisráðuneytið hefði miðlað persónuupplýsingum Ólafar til mennta- og barnamálaráðherra í þeim tilgangi að undirbúa svar við fundarbeiðni hennar og meta réttan farveg málsins. Játa verði stjórnvöldum svigrúm Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að miðlun forsætisráðuneytisins á upplýsingum um Ólöfu til mennta- og barnamálaráðherra umrætt sinn hefði verið nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem forsætisráðuneytið fer með. Vinnsla persónuupplýsinganna hafi því verið heimil en að mati Persónuverndar verði að játa stjórnvöldum ákveðið svigrúm til að meta hvaða vinnsla er nauðsynleg til að framfylgja lögbundnum verkefnum sínum. Einnig hafi það verið niðurstaða Persónuverndar að miðlun forsætisráðuneytisins á persónuupplýsingum Ólafar hefði samrýmst meginreglum persónuverndarlaga.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Barnamálaráðherra segir af sér Persónuvernd Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira