Innlent

Fara fram á gæslu­varð­hald yfir meintum brennuvargi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Brennuvargurinn er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi.
Brennuvargurinn er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi. Vísir/Einar

Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni.

Þetta staðfesti Þorsteinn Matthías Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Ekki liggur fyrir hversu langt gæsluvarðhald lögreglan fór fram á.

Meintur brennuvargur er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi fyrr í vikunni og var hann í kjölfarið handtekinn af lögreglu. Var það í fjórða skipti sem eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi á einum mánuði en öll málin eru rannsökuð sem íkveikjur. Lögregla rannsakar hvort um sama brennuvarg sé að ræða í öllum málunum.


Tengdar fréttir

Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum

Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×