Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:07 Landsréttur gaf lítið fyrir að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira