Skilji áhyggjurnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2025 19:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Frumvarp ráðherra felur í sér að sett verði upp svokölluð brottfararstöð á Suðurnesjum þar sem einstaklingar eru vistaðir sem fengið hafa synjun á dvalarleyfi, til þess að tryggja að þeir yfirgefi landið. Frumvarpið hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda og má þar nú finna umsagnir frá fjölda mannréttindasamtaka sem gagnrýna það harðlega og segja lítinn sem engan mun á úrræðinu og fangelsum. Langtímaáhrif Framkvæmdastjóri Barnaheilla hefur sérstakar áhyggjur af geðheilsu barna sem til standi að loka inni. „Við eigum mikið af gögnum um börn í varðhaldi og langtímaáhrifin sem það hefur á börn að vera í varðhaldi, þó það sé í stuttan tíma. Þetta tiltekna frumvarp gefur til kynna 3-9 daga en það hefur varanleg áhrif á börn þegar þau eru í lokuðum úrræðum, eða fangelsum.“ Hugsað sem algjört lokaúrræði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja. Ísland sé eina Schengen ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. „Og ég held við þurfum alltaf að hugsa til þess að þegar samtök segja að þetta úrræði sé harkalegt, þá er það auðvitað á ákveðinn hátt þannig. Þetta er ákveðin þvingunarráðstöfun til þess að ná að framfylgja ákveðnum ákvörðunum.“ Hinn valkosturinn sé sá að una áfram við óbreytt ástand, þar sem fólk er vistað í fangelsi, sem sé langtum harkalegri leið. „En ég skil alveg áhyggjurnar og þetta er eins og ég segi algjört lokaúrræði um það að við náum að koma fólki úr landi sem hefur fengið synjun allsstaðar í kerfinu, kært ákvörðun, fengið aðra rýni, fær synjun en neitar að fara og sýnir enga samvinnu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Viðreisn Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira