Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 15:00 Áfangastaðurinn var Akureyrarflugvöllur en vegna bilunar í flugvélinni var henni lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Á mánudag var rætt við hjón í Svarfaðardal sem voru á leið heim frá Tenerife til Akureyrar með Heimsferðum sem nýtir sér flugþjónustu Neos. Fyrst var vélinni seinkað um um það bil sex klukkustundir og síðan þegar loks var haldið af stað til Íslands var tilkynnt að ekki yrði lent á Akureyrarflugvelli líkt og stóð til heldur í Keflavík. „Við vorum að fara með eldri borgara til Kanaríeyja á sunnudagsmorgun. Síðan var staðan á Akureyrarflugvelli þannig að það var svo mikill hliðarvindur í háloftunum. Svo í stað þess að fara um morguninn þá gátu þeir lent klukkan 11:10 og svo þurftu þeir að bíða eftir að vindinn lægði,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Flugvélin átti að taka á loft klukkan átta um morguninn en svo fór að ekki var lagt af stað fyrr en rúmlega tvö. Hún flaug til Kanaríeyja með farþegana og var síðan flogið yfir til Tenerife til að flytja hjónin Unni Valgeirsdóttur og Klemenz Bjarka Gunnarsson og aðra ferðalanga aftur til Akureyrar. Þess vegna hafi verið seinkun til að byrja með að sögn Tómasar. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ sagði Unnur á mánudag. Í svari við því segir Tómas hins vegar að um misskilning hafi verið að ræða. Á leiðinni heim hafi komið upp tæknilegir örðugleikar og þurfti flugmaðurinn að lenda á nærsta flugvelli öryggisins vegna. „Þegar um klukkustund var eftir til Akureyrar byrjaði viðvörunarljós að blikka í flugvélinni og var það mat flugstjórans að öruggast væri að forsvarsmenn Neos og sú ákvörðun að lenda í Keflavík hafi verið rétt metin. Í ljós kom bilun og þurfti því vélin að fara í skoðun,“ segir í skilaboðum sem Tómas sendi á farþegana fyrir hönd Heimsferða og biðst þar afsökunar á seinkuninni. Hann segir að útskýringar um slæm veðurskilyrði á Akureyri væru misskilningur. Vissulega hefðu verið slæm veðurskilyrði þegar vélin átti að fara af stað á sunnudagsmorgun en bilun í vélinni var ástæðan fyrir breyttum áfangastað. Tómas sagði engan hafa haft samband við Heimsferðir í kjölfar afsökunarbeiðninnar sem þau sendu á farþegana.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira