Viðskipti innlent

„Algjör kúvending“ bara á þessu ári

Byggja þarf allt að fimm þúsund íbúðir árlega næstu árin á sama tíma og uppbygging hefur dregist verulega saman. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Verktaki segir algjöra kúvendingu hafa orðið í bransanum á árinu.

Viðskipti innlent

Ný tegund net­svika beinist að heima­banka Ís­lendinga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við nýju formi net­svika, svo­kölluðum smis­hing á­rásum. Þar er mark­miðið að yfir­taka heima­banka með al­var­legum af­leiðingum, að því er segir í til­kynningu lög­reglunnar. Fólk fái skila­boð sem líti út fyrir að vera frá þeirra við­skipta­banka.

Viðskipti innlent

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Viðskipti innlent

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

Viðskipti innlent

Ráð­herra fékk fyrsta gjafa­kort sinnar tegundar í heimunum

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa.

Viðskipti innlent