Sport

„Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því.

Handbolti

KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

Körfubolti

Sjáðu drauma­mark Ísaks Andra

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði heldur betur glæsilegt mark þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Hammarby á útivelli í efstu deild sænska fótboltans. Markið má sjá hér að neðan.

Fótbolti

Barcelona með níu fingur á titlinum

Barcelona vann magnaðan 4-3 sigur á Real Madríd eftir að lenda 0-2 undir þegar liðin mættust í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Með sigrinum eru Börsungar komnir með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn sem Real vann á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Enn eitt tapið á Old Traf­ford

Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni.

Enski boltinn

„Við ætluðum bara ekki að tapa“

Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

Körfubolti

Úlfarnir búnir að snúa ein­víginu sér í vil

Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.

Körfubolti

Meistara­deild Evrópu: Þar sem mark­menn eru mark­verðir

Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna.

Fótbolti

Meistararnir á lífi eftir stór­sigur í New York

Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.

Körfubolti