Sport

Gekk á hnjánum yfir allan völlinn

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva er kominn heim til Brasilíu eftir fimmtán ár í Evrópu og hann hjálpaði liði sinu að halda sæti sínu í brasilísku deildinni um helgina.

Fótbolti

Upp­gjör og við­töl: Kefla­vík - Tinda­stól 81-70 | Unnu Stólana aftur

Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum.

Körfubolti

Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio

West Ham vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það var orðið sjóðheitt undir spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui fyrir leikinn. Úrslitin gætu hins vegar þýtt endalok fyrir knattspyrnustjóra Wolves.

Enski boltinn

Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fögnuðu sigri í Íslendingaslag á móti Sporting í portúgalska handboltanum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Orra Freys Þorkelssonar og félagar í deildinni í vetur.

Handbolti

Guð­jón Valur búinn að fá nóg af svika­hröppum

Íslenska handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson, núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummersbach er allt annað en sáttur með svikahrapp sem siglir undir fölsku flaggi, þykist vera Guðjón Valur á samfélagsmiðlum og hefur verið að svíkja peninga af fólki.

Handbolti

Gerir stærsta íþróttasamning sögunnar

Hafnaboltamaðurinn Juan Soto er við það að skrifa undir stærsta íþróttasamning sögunnar. Soto mun gera fimmtán ára samning við New York Mets og fær fyrir vikið 765 milljónir dollara.

Sport

Ís­land ekki sent fleiri til leiks á HM síðan 2016

Heims­meistaramótið í 25m laug hefst á morgun í Búda­pest í Ung­verja­landi og stendur yfir þar til í lok vikunnar. Sund­sam­band Ís­lands sendir að þessu sinni átta kepp­endur til leiks. Reynslu­bolta í bland við efni­legt sund­fólk.

Sport

Á­fram bendir Hareide á Sol­skjær

Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. 

Fótbolti