Sport

Læri­sveinar Sol­skjær úr leik

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas eru úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap fyrir Twente í kvöld. Topplið Lazio tapaði sínum leik einnig en endaði þó á toppi deildarinnar.

Fótbolti

„Sem betur fer spilum við innan­húss”

Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar.

Körfubolti

„Eins og for­maðurinn sé að draga okkur inn á parketið“

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu. 

Körfubolti

Rauðu djöflarnir á­fram tap­lausir

Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Fótbolti

Orri Steinn nýtti tæki­færið

Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Fótbolti

Ó­sam­mála Al­freð: „Auð­vitað er þetta bak­slag“

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu eru úr leik á HM í handbolta, eftir tap gegn Portúgal í framlengdum spennutrylli í gær. Fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands eru algjörlega ósammála Alfreð um hvað þýði að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum.

Handbolti