Sport

„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“

Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur.

Fótbolti

Upp­gjör: Kefla­vík - Valur 3-3 | Valur í undan­úr­slit eftir vítaspyrnukeppni

Keflavík tók á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Eftir 90 mínútur var staðan 2-2 og því þurfti að grípa til framlengingar. Bæði lið náðu að skora sitt hvort markið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn unnu 5-3 og það er því Valur sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Íslenski boltinn

Komust ekki á­fram í sleggjukastinu

Sleggjukastararnir Elísa­bet Rut Rún­ars­dótt­ir og Guðrún Karítas Hall­gríms­dótt­ir komust ekki í úrslit á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag.

Sport