Íslenski boltinn

Ólafur að­stoðar Þor­stein með lands­liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað Þrótt undanfarin tvö ár.
Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað Þrótt undanfarin tvö ár. vísir/diego

Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þrótti. Ólafur tók við þjálfun liðsins fyrir síðasta tímabil. Þá enduðu Þróttarar í 5. sæti Bestu deildarinnar en eru nú í 3. sæti hennar þegar fjórum umferðum er ólokið.

Ólafur tekur við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara af Ásmundi Haraldssyni sem hætti eftir Evrópumótið í Sviss.

Auk þess að vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna og sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ.

Ólafur er einn reyndasti þjálfari landsins. Auk þess að þjálfa kvennalið Þróttar hefur hann þjálfað karlalið Fram, Breiðabliks og FH sem og Nordsjælland, Randers og Esbjerg í Danmörku. Ólafur gerði Blika að Íslandsmeisturum 2010 og bikarmeisturum 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×