Skoðun

Opið bréf til auglýsingadeilda og ritstjórna

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Frá aldamótum, og einkum síðasta áratug, hefur enska og enskunotkun orðið sífellt meira áberandi í íslensku málumhverfi. Þessu valda einkum ýmsar samfélagsbreytingar – mikil fjölgun innflytjenda, sprenging í ferðamennsku, alþjóðavæðing og fleira.

Skoðun

Fækkun sýslu­manna – stöldrum við

Bjarkey Olsen Gunnars­dóttir skrifar

Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á.

Skoðun

Það sem vel er gert í ís­lenskri heil­brigðis­þjónustu

Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er.

Skoðun

Sykur­púða snillingurinn hann Ragnar

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi.

Skoðun

Örugg bú­seta?

Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu.

Skoðun

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun

Elsku hjartans starfs­fólk hjúkrunar­heimila

Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar

Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti.

Skoðun

Fjár­festingar í hærri vöxtum og verð­bólgu

Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar

Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka.

Skoðun

Hinir raun­veru­legu styrk­þegar ríkis­sjóðs

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna.

Skoðun

Pilsa­þytur Við­reisnar

Svanur Guðmundsson skrifar

Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999.

Skoðun

Hræsni, Björn Steinbekk

Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð skrifar

Björn Steinbekk hefur ráðist gegn þeim sem hafa sagt eitthvað um hann og krafist þess af fyrirtækjum á borð við Coca Cola, Nóa síríus ofl. styrktaraðilum að hætta samstarfi.

Skoðun

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun

Banda­lagið sem elskar kjarn­orku­sprengjur

Stefán Pálsson skrifar

„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér.

Skoðun

Þar sem kvíðinn fylgir skólanum

Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum.

Skoðun

Hvernig kennara viljum við?

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir skrifar

Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskju

Skoðun

Sam­band Út­lendinga­stofnunar og Vinnu­mála­stofnunar við Reykja­nes­bæ

Guðný Birna Guðmundsdóttir,Friðjón Einarsson,Sverrir Bergmann Magnússon,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Díana Hilmarsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir skrifa

Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni.

Skoðun

Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland

Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar.

Skoðun

Not­enda­gjöld í um­ferðinni

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds.

Skoðun

Rang­færslur um Ísrael og Palestínu leið­réttar

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi.

Skoðun

Ó Ragnar, ó bei­bí, ó bei­bí

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Það hafa verið erjur í verkalýðshreyfingunni og mikið áreiti hefur átt sér stað á forsvarsmenn hennar. Ég sem launamaður fylgist með og velti því fyrir mér hvort hægt sé að treysta verkalýðshreyfingunni að horfa yfir borðið og hugsa í lausnum.

Skoðun

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun

Þau ábyrgu og við hin

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

„Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “

Skoðun

Veg­gjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrar­kostnað

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum.

Skoðun