Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:01 Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun