Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konudagur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar