Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun