Skoðun

Vin­átta - ó­vænti á­vöxtur kveikjum neistans

Óskar Jósúason skrifar

Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt.

Skoðun

Leikja­væðing læsis: Hvernig við getum snúið við blaðinu með virkri for­eldra­þátt­töku og tækni­nýjungum í lestrar­kennslu

Guðmundur Björnsson skrifar

Nýlegar niðurstöður úr PISA könnuninni undirstrika mikilvægi þess að endurskoða nálgun okkar á menntun barna á Íslandi. Kennarar eru hornsteinn menntunar. Við þurfum að gera þeim kleift að efla sig í faglegri þróun til að tryggja að þeir séu vel í stakk búnir til að beita bestu fræðsluaðferðum og takast á við síbreytilelgar tækninýjungar.

Skoðun

Getur einka­aðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppi­nautum sínum?

Ólafur Stephensen skrifar

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA.

Skoðun

Hvar stendur Fram­sókn?

Yousef Ingi Tamimi skrifar

Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina.

Skoðun

Hag­fræði, þekking, verð­leikar og vist­kerfi 3

Viðar Hreinsson skrifar

Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 

Skoðun

Niður­stöður PISA og hvað svo?

Helga Sigrún Þórsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín skrifa

Nú liggja fyrir nýjar niðurstöður úr alþjóðlega mælitækinu PISA. Þær kalla nú sem áður fyrr á aðgerðir í íslensku menntakerfi. Aðgerðir sem leiða til framfara og árangurs. Það verður að setja raunhæf markmið og það verða að vera til góð mælitæki sem sýna hvort þeim er náð.

Skoðun

Að­för að lána­kjörum al­mennings

Bjarni Jónsson skrifar

Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum.

Skoðun

Rennur vatnið upp í móti?

Jón Trausti Kárason skrifar

Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk.

Skoðun

Horfum í spegil

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan.

Skoðun

Fá­tækt barna­fjöl­skyldna eykst ört á Ís­landi

Stefán Ólafsson skrifar

Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni.

Skoðun

Er of vont veður á höfuð­borgar­svæðinu fyrir al­mennings­sam­göngur?

Davíð Þorláksson skrifar

Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri.

Skoðun

Tungu­mála­inn­gilding fyrir okkur öll

Grace Achieng skrifar

Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið.

Skoðun

Af hverju háir skattar og rán­dýr framtíðarstrætó?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið.

Skoðun

Ætlar lands­stjórnin að taka mark á Ríkis­endur­skoðun?

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína til Alþingis um rekstur Fangelsismálastofnunar. Skýrslan ber heitið „Aðbúnaður – endurhæfing – árangur“ en gæti fullt eins heitið „Illur aðbúnaður – götótt endurhæfing – slakur árangur“. Skýrslan er áfellisdómur yfir rekstri Fangelsismálastofnunar.

Skoðun

Er Barnasáttmálinn einskis virði í augum stjórn­valda?

Askur Hrafn Hannesson skrifar

Finnst ykkur í fullri alvöru ekkert athugavert við það að brottvísa 12 og 14 ára börnum á flótta undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkis Ísraels sem nú fremur hrottalegt þjóðarmorð þar sem jafnvel hvítvoðungum er ekki þyrmt?

Skoðun

Fórnarlambsstaða Vinstri Grænna

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar

5.desember birti Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri Grænna, stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún segist fá fjölda skilaboða þar sem almenningur hvetur forsætisráðherra og þingflokkinn til að stíga inn í ákvörðun Útlendingastofnunar um að brottvísa tveim palestínskum drengjum til Grikklands, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Skoðun

Þú ert ekki leiðin­legt for­eldri!

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið.

Skoðun

Úr­ræða­leysi burt

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Guðmunda heiti ég og er aðstandandi manns í fíkniefnaneyslu! Sonur minn hefur verið í neyslu fíkniefna frá 14 ára aldri, þetta byrjar saklaust, bjór um helgar með vinunum, svo smá hass, kók af og til og vín allskonar sull, hann hefur byrjað að sprauta sig um 16, 17 ára, Rítalín var hans aðal dóp en allt var notað jafnvel hestadeyfilyf....

Skoðun

Kyn­þátta­hyggja í stjórn HSÍ

Björn B Björnsson skrifar

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Ógn og öryggi í Vestur­bæ

Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa

Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um.

Skoðun

Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta?

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson skrifa

Konur kannast vel við þriðju vaktina og eru farnar að hafa hátt um ósanngirnina sem felst í því að bera byrðina af henni einar. Karlar kannast hins vegar síður við þriðju vaktina, hæðast að henni, efast um tilvist hennar eða í besta falli gera lítið úr umfanginu. Það er lýsandi fyrir eðli vandans.

Skoðun

Af hverju ætti ég að flytja heim eftir nám?

Sigurrós Elddís skrifar

Ég, eins og svo margir jafnaldrar mínir fór til Norðurlandana í framhaldsnám á háskólastigi. Nú er því námi senn að ljúka og margir ættingjar farnir að spurja hvort að vil ætlum ekki að flytja heim. Ákvörðun sem ég vildi svo gjarnan væri svo sjálfsögð að taka og að svarið væri einfalt já.

Skoðun

Disabled Women and Violence: Access to Justice

Eliona Gjecaj skrifar

Violence against disabled women is a major human rights concern. Of grave concern is the fact that disabled women are at a higher risk than other women of experiencing violence, that they experience violence for longer periods of time than non-disabled women, and that they experience a wider range of forms of violence.

Skoðun

Of lítil fram­leiðni er stjórnunarvandi

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni?

Skoðun

Menning og fjár­lög

Jódís Skúladóttir skrifar

Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan.

Skoðun

Að­stoð við að velja mat sem eykur heil­brigði og vel­líðan

Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Skoðun

Eldri og ein­mana

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana.

Skoðun