Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. mars 2025 17:32 Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar. Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn. Við hvað er átt? Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi. Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir. Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða. Þessu til viðbótar er ósannað að Ásthildur Lóa hafi sem ung kona á þessum tíma verið í nokkurs konar leiðbeinendahlutverki gagnvart barnsföður sínum. Að sama skapi er það ósannað að hún hafi með ómálefnalegum aðferðum komið í veg fyrir að barn sitt fengi að umgangast föður sinn. Hvað stendur þá eftir af fréttaflutningnum? Nú, eftir að málið kom til vitundar Ásthildar sem ráðherra hinn 11. mars síðastliðinn gerði hún sig seka um mörg mistök og var henni því vart stætt áfram að gegna ráðherraembætti. Einnig er ástæða til að rýna betur með hvaða hætti forsætisráðuneytið hélt á málinu. Meginástæða þessara greinarskrifa er hins vegar sú að ég vil ekki að siðferði íslenskra stjórnmála þróist enn frekar í þá átt að notfæra eigi sér erfið mál í einkalífi pólitískra andstæðinga til að auka sinn pólitíska ávinning. Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun