Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 24. mars 2025 14:30 Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Barnamálaráðherra segir af sér Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Lögin í dag segja að til dæmis mætti sjötug manneskja eiga í kynferðislegu sambandi við 15 ára gamalt barn. Tilraunir Gísla Rafns Ólafssonar, fyrrum Alþingismanns, til að hækka samræðisaldur upp í 18 ára mættu mótstöðu og ákvæði þess efnis að samræði fullorðinna við börn, 15-17 ára, yrði refsivert, var glufa sem ekki tókst að loka. Í nýlegri yfirlýsingu konu sem átti í slíku sambandi segir meðal annars: „Þótt ég hefði ekkert sérstaklega verið að spá í það í þessum aðstæðum, þá var 16 ára sjálfræðisaldurinn á þessum tíma og sambönd milli fólks á þessum aldri voru alls ekki óalgeng þótt þau þættu ekki æskileg. Aldursmunurinn var hins vegar nær alltaf í hina áttina.“ Ábyrgðin alltaf hjá þeim eldri Það er nú samt þannig að við berum alltaf ábyrgð á samskiptum okkar við aðra og þá sérstaklega við börn. Það þarf engar rannsóknir til að segja okkur það að á milli 22 ára og 16 ára einstaklinga ríkir valdaójafnvægi og töluverður þroskamunur. Þolendur sem hafa kært gerendur þar sem svipar til aldursbils aðila á þessum aldri mæta oftar en ekki afsökunum á borð við „en hún/hann var lögríða“, „hún/hann leit út fyrir að vera eldri“ og „hún/hann sótti svo mikið í mig“. Það skiptir engu máli hvort barnið sýndi frumkvæði, samþykki eða jafnvel „elskaði“ hinn aðilann. Ábyrgðin hvílir alltaf á herðum þess eldri - og það er hann eða hún sem á að setja mörkin. Að halda slíku sambandi áfram í skjóli þess að barnið hafi „viljað það“ er tilvistarleg afneitun á því valdaójafnvægi sem slíkt samband byggir á. Staðreyndin er sú að kynferðisleg sambönd fullorðinna við börn eru ekki tengd neinum tíðaranda. Þetta er núna. Þessi saga er að endurtaka sig á hverjum degi á Íslandi. Á meðan Hæstiréttur tekur nú fyrir mál þar sem verið er að skoða hvort barn undir 15 ára geti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum er fólk að verja kynferðisleg samskipti eldri aðila við barn. Með þessu erum við að líta framhjá öllum þeim þolendum sem voru, eru og eiga eftir að vera í þessum aðstæðum. Mátti þetta einhvern tímann? Það er ekki langt síðan herferðin „Það má ekkert lengur“ á vegum VIRK fór af stað. Í þeirri vitundarvakningu var áherslan lögð á óæskilega hegðun og kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Mikil umræða skapaðist útfrá henni þar sem konur afsökuðu ofbeldismenn með tíðarandanum. Skilaboð herferðarinnar voru; „Mátti þetta einhvern tímann?“ Sem samfélag stöndum við nú á svipuðum siðferðislegum krossgötum og nú þarf að ákveða hvert við viljum stefna. Í þeirri samfélagsumræðu sem nú stendur yfir er svo mikilvægt að hún verði fordæmisgefandi með því að halda fókus á kjarnann: vernd barna, ábyrgð fullorðinna og grundvallarskilning á því hvað samþykki þýðir - og hvað það getur ekki þýtt þegar barn á í hlut. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir og tilvísanir : https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/21/segir_barnsfodur_sinn_hafa_verid_eltihrelli/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/01/15/haestirettur_tekur_naudgunarmal_fyrir/ https://www.visir.is/k/84e265fc-4d99-4be4-9e4d-e8791bc64bc7-1670264454144/haekkun-samraedisaldur-i-18-ara-veitir-bornum-aukna-vernd-i-kynferdisbrotamalum https://www.visir.is/g/20252678283d/er-samthykki-barna-tulkunaratridi- https://www.virk.is/is/um-virk/upplysingar/frettir/thad-ma-ekkert-lengur
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun