Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar 23. mars 2025 21:31 Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun