Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2025 07:32 Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Sjá meira
Fjallað var um það á vef utanríkisráðuneytisins fyrir helgi að íslenzkir útflytjendur hefðu notið minnst 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári í gegnum EES-samninginn og fríverzlunarsamninga sem gerðir hafa verið á grundvelli aðildar Íslands að EFTA samkvæmt úttekt ráðuneytisins, Skattsins og skrifstofu EFTA í Brussel. Þar af mætti rekja 26,6 milljarða til fríðinda vegna EES-samningsins og tengdra viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Fram kom enn fremur að úttektin sýndi fram á tollsparnað að andvirði 14,6 milljarða króna vegna útflutnings á áli til Evrópusambandsins og 12 milljarða tollsparnað af útflutningi sjávarafurða til sambandsins og Bretlands. Mögulega gæti einhver hrapað að þeirri ályktun að úttektin væri til marks um ávinning af aðildinni að EES-samningnum en svo er þó ekki í raun nema að litlu leyti þar sem stærstur hluti þessara tollkjara var þegar til staðar fyrir daga samningsins. Komið var þannig á fullt tollfrelsi fyrir útfluttar iðnaðarvörur, þar á meðal ál, um 1980 í gegnum fríverzlunarsamning Íslands við Evrópusambandið (þá Efnahagsbandalag Evrópu) frá 1972 sem enn er í fullu gildi. Hið sama átti við um stóran hluta útfluttra sjávarafurða. Fyrir vikið hefur útflutningur á þeim til sambandsins farið fram á grundvelli fríverzlunarsamningsins í gegnum bókun 9 við EES-samninginn sem kveður á um að gilda skuli hagstæðustu kjör sem samið hafi verið um. Með orðalaginu um viðskiptasamninga tengda EES-samningnum er verið að vísa til fríverzlunarsamningsins frá 1972 auk tvíhliða samnings við Evrópusambandið frá 2018 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir. Fríverzlunarsamningurinn er alls óháður EES-samningnum og heyrði sá síðarnefndi sögunni til yrði hinn fyrir vikið áfram í gildi. Áðurnefnd 26,6 milljarða króna tollfríðindi yrðu þannig áfram fyrir hendi að mestu leyti þó EES-samningsins nyti ekki lengur við. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að við Íslendingar höfum aldrei notið fulls tollfrelsis með sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Á sama tíma hefur Evrópusambandið samið um fullt tollfrelsi með sjávarafurðir við Kanada, Japan og Bretland í gegnum víðtæka fríverzlunarsamninga eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ítrekaðar tilraunir stjórnvalda á undanförnum árum til þess að fá sömu tollakjör í gegnum EES-samninginn hafa ekki skilað árangri. Með öðrum orðum er ljóst að ávinningur Íslands af EES-samningnum með tilliti til tollfríðinda umfram fríverzlunarsamninginn frá 1972 er ekki sérlega mikill í stóra samhenginu. Mögulega í kringum fjórir milljarðar. Álíka og í tilfelli Bretlands eins. Á móti er gríðarlegur kostnaður af aðildinni að samningnum vegna íþyngjandi regluverks frá Evrópusambandinu sem taka þarf upp í gegnum hann fyrir utan vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum sem ekki verður metið til fjár. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun