Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 25. mars 2025 07:31 Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum. Biðin reynist mörgum yfirþyrmandi og mikilvægt að tíminn sé nýttur með uppbyggilegum og heilbrigðum hætti. Framlag Rauða krossins miðast við að fólkið sé í fyrsta sæti og að það loki sig hvorki af né grípi til örþrifaráða. Félagið hefur það að leiðarljósi að vinna með fólki en ekki fyrir það. Notendur þjónustunnar hafa sjálfir megináhrif á framboð virkniúrræða, tungumálaþjálfunar, sálræns stuðnings og annarrar þjónustu. Með því að endurnýja ekki þjónustusamninga við Rauða krossinn hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé betur sinnt af hinu opinbera en sjálfboðaliðum og starfsfólki Rauða krossins. Félagið gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun en minnir á að slíkur stuðningur fæst ekki einungis með því að koma jóga-mottum, borðtennisborðum og leikfangakössum fyrir í búsetuúrræðum, heldur með samtali, nærveru, fræðslu og hlustun. Lausnin felst ekki í því að ákveða hvað manneskjunni sé fyrir bestu, heldur ræða við manneskjuna um hvað hún telji sig þurfa og skipuleggja svo viðburði og aðgerðir í samræmi við það. Framlag sjálfboðaliða Eitt af grunngildum Rauða krossins er sjálfboðið starf, enda er Rauði krossinn vettvangur fyrir almenna borgara til að láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu. Starf með þeim viðkvæma hópi, umsækjendum um alþjóðlega vernd, er þar engin undantekning. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins skipulögðu 1.433 viðburði sem voru sóttir 18.721 sinnum á síðasta ári. Með því tókst að halda þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd á öllum aldri félagslega virkum. 156 sjálfboðaliðar komu að skipulagningu og framkvæmd félagsstarfs fyrir fólk á flótta. Skráð vinnuframlag sjálfboðaliða í félagsstarfinu nam 3.630 klst. Það gerir 302 klst. á mánuði að meðaltali. Hafa ber í huga að skráð vinnuframlag felur aðeins í sér viðveru á viðburðum verkefnisins en mælir ekki þá vinnu sem sjálfboðaliðar leggja á sig við undirbúning og skipulag þeirra hópa sem þeir bera ábyrgð á. Telst okkur til að í fyrra hafi sjálfboðaliðar mætt 2.317 sinnum í verkefnið, en starfsfólk mætti til samanburðar í 1.096 skipti á viðburði Rauða krossins. Þessar tölur renna stoðum undir þá staðreynd að vinna starfsfólks Rauða krossins í verkefninu er fyrst og fremst sú að þjálfa, styðja og aðstoða sjálfboðaliða úr grasrót félagsins sem sjá um bróðurpart félagslegu viðburðanna og veita þannig mikilvæga tengingu þessa vegalausa hóps inn í íslenskt samfélag. Þeir félagslegu viðburðir sem hafa verið í boði eru meðal annars: Opið Hús, fjölskylduhópur, karla- og kvennahópur, ungmennahópur ásamt hópi fyrir umsækjendur undir hinsegin regnboganum. Einnig er boðið upp á ýmsa íþróttaviðburði svo sem knattspyrnu, blak, jóga og dans; listaviðburði í bæði myndlist og leiklist ásamt mikilli tungumálaþjálfun á bæði íslensku og ensku, ásamt viðburðum á sviði tölvufærni. Þá hefur Rauði krossinn boðið upp á opna viðtalstíma þangað sem notendum býðst að bera á borð allar áhyggjur, væntingar og umkvartanir. Þessu til viðbótar veitti félagið á síðasta ári 250 viðtöl og sálrænan stuðning tengd fjölskyldusameiningum flóttafólks. Það sem af er þessu ári hafa 74 slík viðtöl verið veitt. Hundruð einstaklinga, börn, foreldrar og makar hafa náð að sameinast hér á landi í kjölfar aðskilnaðar og notið við það aðstoðar Rauða krossins. Hverjir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru venjulegt fólk sem hefur ekki annan kost en að yfirgefa heimkynni sín vegna átaka, hamfara eða annarra atburða. Um er að ræða fólk með fjölbreyttan bakgrunn, styrkleika, menntun, sérhæfingu og áhugasvið, bæði börn og fullorðna. Rauði krossinn hefur alla tíð lagt áherslu á að styrkleikar hvers og eins séu nýttir sem best. Það er hverri manneskju krefjandi að setja líf sitt á bið meðan beðið er eftir úrskurði stjórnvalda varðandi skjól og örugga framtíð. Lykillinn að því að fólk þrífist í slíkum aðstæðum er félagsleg virkni, stuðningur og að brugðist sé við frumþörfum. Því til viðbótar er það hverri manneskju nauðsynlegt að hafa sjálf áhrif á nærumhverfi sitt og daglegar athafnir. Hluti umsækjenda mun koma til með að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og það hlýtur að vera hagur allra að þeir einstaklingar séu andlega og líkamlega undirbúnir til að takast á við nýtt líf í nýju landi. Við viljum öll hafa hlutverk og vera virkir samfélagsþegnar. Umsækjendur eru í dag álíka margir og árin 2020-2023 er Venesúelabúar fóru að leita hér skjóls og stór hópur fólks frá Úkraínu fékk vernd. Þrátt fyrir fækkun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi síðustu misseri þá er eftir sem áður stór hópur fólks sem þarf á þjónustunni að halda enda afgreiðslutími verndarumsókna í mörgum tilfellum langur. Rauði krossinn óskar stjórnvöldum velfarnaðar í starfi með umsækjendum um alþjóðlega vernd og vonast til að þau sýni metnað í að vanda til verka. Líf, velferð, heilsa og félagslegt öryggi þúsunda einstaklinga, sem dvelja hér á landi, er undir. Höfundar eru Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Ósk Sigurðardóttir deildarstjóra Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Flóttafólk á Íslandi Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum. Biðin reynist mörgum yfirþyrmandi og mikilvægt að tíminn sé nýttur með uppbyggilegum og heilbrigðum hætti. Framlag Rauða krossins miðast við að fólkið sé í fyrsta sæti og að það loki sig hvorki af né grípi til örþrifaráða. Félagið hefur það að leiðarljósi að vinna með fólki en ekki fyrir það. Notendur þjónustunnar hafa sjálfir megináhrif á framboð virkniúrræða, tungumálaþjálfunar, sálræns stuðnings og annarrar þjónustu. Með því að endurnýja ekki þjónustusamninga við Rauða krossinn hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að félagslegum stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd sé betur sinnt af hinu opinbera en sjálfboðaliðum og starfsfólki Rauða krossins. Félagið gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun en minnir á að slíkur stuðningur fæst ekki einungis með því að koma jóga-mottum, borðtennisborðum og leikfangakössum fyrir í búsetuúrræðum, heldur með samtali, nærveru, fræðslu og hlustun. Lausnin felst ekki í því að ákveða hvað manneskjunni sé fyrir bestu, heldur ræða við manneskjuna um hvað hún telji sig þurfa og skipuleggja svo viðburði og aðgerðir í samræmi við það. Framlag sjálfboðaliða Eitt af grunngildum Rauða krossins er sjálfboðið starf, enda er Rauði krossinn vettvangur fyrir almenna borgara til að láta gott af sér leiða í nærsamfélaginu. Starf með þeim viðkvæma hópi, umsækjendum um alþjóðlega vernd, er þar engin undantekning. Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins skipulögðu 1.433 viðburði sem voru sóttir 18.721 sinnum á síðasta ári. Með því tókst að halda þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd á öllum aldri félagslega virkum. 156 sjálfboðaliðar komu að skipulagningu og framkvæmd félagsstarfs fyrir fólk á flótta. Skráð vinnuframlag sjálfboðaliða í félagsstarfinu nam 3.630 klst. Það gerir 302 klst. á mánuði að meðaltali. Hafa ber í huga að skráð vinnuframlag felur aðeins í sér viðveru á viðburðum verkefnisins en mælir ekki þá vinnu sem sjálfboðaliðar leggja á sig við undirbúning og skipulag þeirra hópa sem þeir bera ábyrgð á. Telst okkur til að í fyrra hafi sjálfboðaliðar mætt 2.317 sinnum í verkefnið, en starfsfólk mætti til samanburðar í 1.096 skipti á viðburði Rauða krossins. Þessar tölur renna stoðum undir þá staðreynd að vinna starfsfólks Rauða krossins í verkefninu er fyrst og fremst sú að þjálfa, styðja og aðstoða sjálfboðaliða úr grasrót félagsins sem sjá um bróðurpart félagslegu viðburðanna og veita þannig mikilvæga tengingu þessa vegalausa hóps inn í íslenskt samfélag. Þeir félagslegu viðburðir sem hafa verið í boði eru meðal annars: Opið Hús, fjölskylduhópur, karla- og kvennahópur, ungmennahópur ásamt hópi fyrir umsækjendur undir hinsegin regnboganum. Einnig er boðið upp á ýmsa íþróttaviðburði svo sem knattspyrnu, blak, jóga og dans; listaviðburði í bæði myndlist og leiklist ásamt mikilli tungumálaþjálfun á bæði íslensku og ensku, ásamt viðburðum á sviði tölvufærni. Þá hefur Rauði krossinn boðið upp á opna viðtalstíma þangað sem notendum býðst að bera á borð allar áhyggjur, væntingar og umkvartanir. Þessu til viðbótar veitti félagið á síðasta ári 250 viðtöl og sálrænan stuðning tengd fjölskyldusameiningum flóttafólks. Það sem af er þessu ári hafa 74 slík viðtöl verið veitt. Hundruð einstaklinga, börn, foreldrar og makar hafa náð að sameinast hér á landi í kjölfar aðskilnaðar og notið við það aðstoðar Rauða krossins. Hverjir eru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru venjulegt fólk sem hefur ekki annan kost en að yfirgefa heimkynni sín vegna átaka, hamfara eða annarra atburða. Um er að ræða fólk með fjölbreyttan bakgrunn, styrkleika, menntun, sérhæfingu og áhugasvið, bæði börn og fullorðna. Rauði krossinn hefur alla tíð lagt áherslu á að styrkleikar hvers og eins séu nýttir sem best. Það er hverri manneskju krefjandi að setja líf sitt á bið meðan beðið er eftir úrskurði stjórnvalda varðandi skjól og örugga framtíð. Lykillinn að því að fólk þrífist í slíkum aðstæðum er félagsleg virkni, stuðningur og að brugðist sé við frumþörfum. Því til viðbótar er það hverri manneskju nauðsynlegt að hafa sjálf áhrif á nærumhverfi sitt og daglegar athafnir. Hluti umsækjenda mun koma til með að fá alþjóðlega vernd á Íslandi og það hlýtur að vera hagur allra að þeir einstaklingar séu andlega og líkamlega undirbúnir til að takast á við nýtt líf í nýju landi. Við viljum öll hafa hlutverk og vera virkir samfélagsþegnar. Umsækjendur eru í dag álíka margir og árin 2020-2023 er Venesúelabúar fóru að leita hér skjóls og stór hópur fólks frá Úkraínu fékk vernd. Þrátt fyrir fækkun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi síðustu misseri þá er eftir sem áður stór hópur fólks sem þarf á þjónustunni að halda enda afgreiðslutími verndarumsókna í mörgum tilfellum langur. Rauði krossinn óskar stjórnvöldum velfarnaðar í starfi með umsækjendum um alþjóðlega vernd og vonast til að þau sýni metnað í að vanda til verka. Líf, velferð, heilsa og félagslegt öryggi þúsunda einstaklinga, sem dvelja hér á landi, er undir. Höfundar eru Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi og Ósk Sigurðardóttir deildarstjóra Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun