Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar 25. mars 2025 09:32 Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar