Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 25. mars 2025 08:31 Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Að sjá Gasa, sjá samfélagið, sjá það sem er raunverulega að gerast þarna skiptir máli. Það hlýtur að skipta máli og verður að skipta máli. Ekki er hægt að tala um stríð á Gaza eða í Palestínu. Þar er í gangi eitthvað sem Amnesty á Íslandi kallar „hópmorð“ sem virðist viss léttun á orðinu þjóðarmorð, líklega af lagabókalegum ástæðum. Í mörgum textum hafa þessi tvö orð þó sömu merkingu. Ef það kvakar eins og önd, vappar eins og önd, hefur fjaðrir og fit eins og önd þá er það önd. Staðan þarna er skelfileg og það sem verra er, það sem í gangi er blasir við öllum þeim sem vilja sjá, vita og skilja. Framganga ísraelska hersins gagnvart saklausu fólki í Gaza er sú sama og verknaðir af þessum toga hafa verið í gegnum aldanna rás. Skipulögð útrýming er það, studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Ég vil af þessu tilefni vekja athygli á viðburði sem hið nýstofnaða Félagsfræðibíó stendur fyrir, sem er sérstök umræðusýning á myndinni No Other Land, sem fara mun fram mánudaginn 31. mars í Bíó Paradís. Kvikmyndin er gerð af palestínsk-ísraelskum hópi og fjallar um yfirtöku ísraelskra hermanna á Masafer Yatta á Vesturbakkanum og bandalagið sem myndast á milli palestínska aðgerðasinnans Basel og ísraelska blaðamannsins Yuval. No Other Land var frumsýnd á Berlinale-kvikmyndahátíðinni 2024 og hlaut verðlaun sem besta heimildarmyndin. Síðan hefur hún ferðast víða og hlaut Óskarsverðlaunin 2025 sem besta heimildamyndin. Félagsfræðibíóið var stofnsett m.a. til að skapa vettvang fyrir samtal um samfélagið með aðstoð kvikmynda þar sem þær geta verið „merkingarbær spegill á samfélagið og þannig nýst til að greina samfélagið, vekja upp spurningar og umræðu um þróun þess og setja brýn málefni þess á oddinn“ eins og segir í frétt um klúbbinn. Úr viðburðatexta fyrir sýninguna segir m.a.: „Fyrir myndina mun Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur um Mið-Austurlönd - og höfundar bókar með sama nafni - flytja stutt erindi sem tengist sögusviði myndarinnar. Að lokinni sýningu eru gestir hvattir til að staldra við og ræða myndina og heimsmálin í góðum félagsskap fólks sem hefur áhuga á að greina lífið og tilveruna með aðstoð kvikmyndarinnar. “ Sjáðu Gaza. Sjáðu samfélagið. Taktu þetta allt inn. Hvert örstutt spor í þessum efnum er á einhvern hátt auðnuspor. Hvert andartak sem þú tefur við örlög íbúanna á Gaza með hjartað opið upp á gátt skiptir öllu máli. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun