Fótbolti

„Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana“

„Það er táragas og gassprengjur frá Lögreglunni á vellinum,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos í Grikklandi. Hann segir stuðningsmenn þar ansi líflega. Hann undirbýr sig nú fyrir leikina mikilvægu með íslenska landsliðinu og segir Åge Hareide, landsliðsþjálfara vera á réttri leið með liðið.

Fótbolti

James Milner frá Liverpool til Brighton

James Milner, miðjumaður Liverpool, fer á frjálsri sölu til Brighton. Hann hefur verið hjá Liverpool í átta ár og er einungis 34 leikjum frá því að slá Gareth Barry við sem leikjahæsta leikmanni ensku Úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Fótbolti

Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu

Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

Fótbolti

Lukaku með risatilboð frá Sádí-Arabíu

Framtíð Romelu Lukaku virðist vera algjörlega óráðin. Lukaku lék með Inter í vetur þar sem hann var á láni. Hann er ennþá leikmaður Chelsea en hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og þá helst hjá Inter. 

Fótbolti

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Fótbolti

Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

Fótbolti

Stjórnendur PSG æfir en Mbappé segir þá ekki eiga að vera hissa

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur staðfest við frönsku fréttaveituna AFP að hann muni ekki framlengja samning sinn við PSG. Hann segist raunar hafa gert félaginu grein fyrir því fyrir tæpu ári síðan. Frétt um að hann vilji fara til Real Madrid í sumar er hins vegar röng, að sögn Mbappé.

Fótbolti