Samkvæmt heimildum The Sun talast hjónin ekki við í dag. Í frétt miðilsins segir einnig að það hafi komið Walker verulega á óvart að fá skilnaðarpappírana.
Ástæðan fyrir því að Kilner hefur sótt um skilnað er sú að hinn 34 ára gamli Walker hefur nú barnað áhrifavaldinn Lauryn Goodman. Þau eiga fyrir son og hún er nú ólétt að öðru barni þeirra.
Í fréttinni segir að Kilner sé tilbúin að berjast með kjafti og klóm fyrir sínum helmingi af eignum þeirra sem eru metnar á nærri fimm milljarða íslenskra króna.
Walker hefur spilað fyrir Englandsmeistara Manchester City frá 2017 og unnið fjölda titla með liðinu. Einnig á hann að baki 91 A-landsleik fyrir England.