Sport

Úr­slita­leikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breiðablik og Víkingur hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár og annað þeirra verður Íslandsmeistari í Bestu deild karla í fótbolta í ár.
Breiðablik og Víkingur hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö ár og annað þeirra verður Íslandsmeistari í Bestu deild karla í fótbolta í ár. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi.

Nú hefur Knattspyrnusamband Íslands tilkynnt að úrslitaleikurinn verður færður frá deginum inn á kvöldið. Hann verður því ekki spilaður í dagsbirtu.

Þetta verður því fyrsti hreini úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn sem verður spilaður undir flóðljósum.

Leikurinn hefst nú klukkan 18.30 á sunnudeginum 27. október næstkomandi. Sólarlag er um klukkutíma áður.

Víkingur og Breiðablik eru bæði með 56 stig á toppi deildarinnar en Víkingar eru með níu marka forskot á Blika í markatölu.

Blikar fá Stjörnuna í heimsókn í næstsíðustu umferð deildarinnar um komandi helgi en Víkingar heimsækja Skagamenn.

Þetta verður fyrsti hreini úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í tíu ár eða síðan FH og Stjarnan spiluðu úrslitaleik í lokaumferðinni 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×