Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2024 07:02 Cristiano Ronaldo leyndi ekki tilfinningum sínum frekar en fyrri daginn. Getty/Robbie Jay Barratt Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira