Lionel Messi í miklu stuði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 07:32 Lionel Messi átti stórkostlegan leik með Argentínumönnum í undankeppni HM í nótt og kom að fimm af sex mörkum. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi fór á kostum í nótt þegar argentínska landsliðið vann 6-0 stórsigur á Bólivíu í undankeppni HM 2026. Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti