Lionel Messi í miklu stuði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 07:32 Lionel Messi átti stórkostlegan leik með Argentínumönnum í undankeppni HM í nótt og kom að fimm af sex mörkum. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi fór á kostum í nótt þegar argentínska landsliðið vann 6-0 stórsigur á Bólivíu í undankeppni HM 2026. Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira