Segir Mbappé steinhissa og aldrei án vitna Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 21:52 Kylian Mbappé kveðst saklaus. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn. Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“ Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira
Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“
Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Sjá meira