Fótbolti Tjá sig um vafasama TikTok-færslu: „Ætluðum aldrei að móðga Victor“ Ítalska knattspyrnufélagið Napoli hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tjáir sig um vafasöm myndbönd sem birtust á TikTok-reikningi félagsins. Í myndbandinu virðist félagið gera grín að stjörnuframherja liðsins, Victor Osimhen. Fótbolti 28.9.2023 23:31 Biðla til Evrópuþjóða um að spila ekki gegn Rússum þrátt fyrir leyfi UEFA Úkraínska knattspyrnusambandið hefur beðið Evrópuþjóðir um að leika ekki gegn U17 ára landsliði Rússa þrátt fyrir að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi gefið rússneska liðinu grænt ljós á að snúa aftur til keppni. Fótbolti 28.9.2023 23:02 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Í kvöld mætti Breiðablik heimamönnum í Val að Hlíðarenda í efri hluta Bestu deildarinnar. Var leikurinn liður í 25. umferð deildarinnar sem fram fór í heild sinni í kvöld. Var leikurinn mjög fjörugur þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 4-2. Íslenski boltinn 28.9.2023 22:29 „Það er gaman að vinna Breiðablik“ Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Fótbolti 28.9.2023 21:54 Þrjú rauð er Atlético Madrid hafði betur gegn Osasuna Atlético Madrid vann sinn annan deildarleik í röð er liðið lagði Osasuna á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 0-2. Fótbolti 28.9.2023 21:52 Jökull: Emil á að koma til greina í landsliðið Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn KR í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir með endurkomusigur Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir misstu þar af mjög mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti, eru nú þremur stigum frá Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:15 Evrópuvonir KR-inga svo gott sem úr sögunni Stjarnan hafði betur gegn KR í leik liðanna í Garðabænum í kvöld þar sem Emil Atlason fór á kostum og gerði út um evrópuvonir KR-inga. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:13 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2-2 | Tíu Árbæingar náðu í stig HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. Þrátt fyrir að hafa spilað nánast allan leikinn manni færri og lent tvisvar undir sýndi Fylkir mikinn karakter og náði í jafntefli. Gestirnir voru betri og óheppnir að ná ekki í öll stigin. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:09 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:06 Albert kom Genoa á bragðið í stórsigri gegn Roma Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins er Genoa vann öruggan 4-1 sigur gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 28.9.2023 20:43 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 2-1 | KA-menn tryggðu sér sigur í neðri hlutanum KA vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggðu KA-menn sér efsta sæti neðri hlutans, en Eyjamenn eru hins vegar áfram í fallsæti. Íslenski boltinn 28.9.2023 20:33 Selja hlut í Liverpool og borga upp skuldir Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), hefur selt fjárfestingafyrirtækinu Dynasty Equity hlut í félaginu. Fótbolti 28.9.2023 17:30 Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 28.9.2023 16:46 Kærkomin þróun hafi átt sér stað með innkomu Arnórs Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnisleikjum með enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomasson, er afar ánægður með innkomu Arnórs í liðið en vill þó fara varlega af stað með hann. Enski boltinn 28.9.2023 15:01 FH með flest karakterstig en Blikar á botninum FH-ingar eru með yfirburðarforystu á einum lista í Bestu deildar karla í fótbolta í sumar. Þeir hafa náð flestum stigum út úr leikjum þar sem þeir lenda undir. Íslenski boltinn 28.9.2023 14:40 Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 28.9.2023 14:15 Sjáðu Arnór skora hjá Rúnari Alex og Rúnar síðan verja frá honum víti Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn Rovers tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins með 5-2 sigri á Cardiff City í gær. Enski boltinn 28.9.2023 13:40 Blaðamannafundurinn fyrir fimmtíu milljóna króna leikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Aftureldingar og Vestra um sæti í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 28.9.2023 13:32 Sádarnir vilja kaupa enska dómara Fjölmargir öflugir fótboltamenn hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Sádarnir ætla ekki að láta þar við sitja. Fótbolti 28.9.2023 13:00 Manchester United trúir því að félagið sé ekki að brjóta lög Meðferð Manchester United á leikmanni sínum Jadon Sancho hefur vakið upp spurningum um hvort félagið sé þarna í órétti. Enski boltinn 28.9.2023 12:00 Heimsmeistari selur sundlaugar Leikmaður heimsmeistaraliðs Frakka 1998 er í nokkuð óvenjulegu starfi. Hann selur nefnilega sundlaugar. Fótbolti 28.9.2023 11:02 Formleg rannsókn á meintum mútum Barcelona hafin á Spáni Formleg rannsókn, á meintum mútum spænska knattspyrnufélagsins Barcelona til spænsku fótboltadómaranefndarinnar á Spáni, er hafin en rannsóknin spannar um tveggja áratuga tímabil. Fótbolti 28.9.2023 10:15 Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Íslenski boltinn 28.9.2023 10:01 Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Fótbolti 28.9.2023 09:30 Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026 Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 28.9.2023 08:20 Leikmenn Villa kvíða fyrir að spila í blautbolunum Leikmenn kvennaliðs Aston Villa kvíða fyrir að spila í nýjum treyjum liðsins í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn 28.9.2023 07:30 Arteta: Kaupum ekki annan framherja Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að félagið sé ekki í leit að nýjum framherja þrátt fyrir gagnrýni á framherja liðsins í byrjun tímabils. Enski boltinn 28.9.2023 07:01 Klopp um Nunez: Hann er okkur mjög mikilvægur Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segist ánægður með framfarir Darwin Nunez síðustu vikur. Enski boltinn 27.9.2023 22:32 Dregið í deildabikarnum: Newcastle mætir á Old Trafford Manchester United mun mæta Newcastle United í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Enski boltinn 27.9.2023 21:48 « ‹ 284 285 286 287 288 289 290 291 292 … 334 ›
Tjá sig um vafasama TikTok-færslu: „Ætluðum aldrei að móðga Victor“ Ítalska knattspyrnufélagið Napoli hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið tjáir sig um vafasöm myndbönd sem birtust á TikTok-reikningi félagsins. Í myndbandinu virðist félagið gera grín að stjörnuframherja liðsins, Victor Osimhen. Fótbolti 28.9.2023 23:31
Biðla til Evrópuþjóða um að spila ekki gegn Rússum þrátt fyrir leyfi UEFA Úkraínska knattspyrnusambandið hefur beðið Evrópuþjóðir um að leika ekki gegn U17 ára landsliði Rússa þrátt fyrir að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafi gefið rússneska liðinu grænt ljós á að snúa aftur til keppni. Fótbolti 28.9.2023 23:02
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Í kvöld mætti Breiðablik heimamönnum í Val að Hlíðarenda í efri hluta Bestu deildarinnar. Var leikurinn liður í 25. umferð deildarinnar sem fram fór í heild sinni í kvöld. Var leikurinn mjög fjörugur þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 4-2. Íslenski boltinn 28.9.2023 22:29
„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Fótbolti 28.9.2023 21:54
Þrjú rauð er Atlético Madrid hafði betur gegn Osasuna Atlético Madrid vann sinn annan deildarleik í röð er liðið lagði Osasuna á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 0-2. Fótbolti 28.9.2023 21:52
Jökull: Emil á að koma til greina í landsliðið Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn KR í Bestu deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir með endurkomusigur Nýkrýndir Íslandsmeistarar Víkings Reykjavíkur unnu sterkan endurkomusigur gegn FH í þriðju umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. FH komst marki yfir en missti svo mann af velli í seinni hálfleik og glataði forystunni. Þeir misstu þar af mjög mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti, eru nú þremur stigum frá Stjörnunni þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:15
Evrópuvonir KR-inga svo gott sem úr sögunni Stjarnan hafði betur gegn KR í leik liðanna í Garðabænum í kvöld þar sem Emil Atlason fór á kostum og gerði út um evrópuvonir KR-inga. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:13
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2-2 | Tíu Árbæingar náðu í stig HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. Þrátt fyrir að hafa spilað nánast allan leikinn manni færri og lent tvisvar undir sýndi Fylkir mikinn karakter og náði í jafntefli. Gestirnir voru betri og óheppnir að ná ekki í öll stigin. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar. Íslenski boltinn 28.9.2023 21:06
Albert kom Genoa á bragðið í stórsigri gegn Roma Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins er Genoa vann öruggan 4-1 sigur gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 28.9.2023 20:43
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 2-1 | KA-menn tryggðu sér sigur í neðri hlutanum KA vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti ÍBV í neðri hluta Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum tryggðu KA-menn sér efsta sæti neðri hlutans, en Eyjamenn eru hins vegar áfram í fallsæti. Íslenski boltinn 28.9.2023 20:33
Selja hlut í Liverpool og borga upp skuldir Eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), hefur selt fjárfestingafyrirtækinu Dynasty Equity hlut í félaginu. Fótbolti 28.9.2023 17:30
Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 28.9.2023 16:46
Kærkomin þróun hafi átt sér stað með innkomu Arnórs Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnisleikjum með enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomasson, er afar ánægður með innkomu Arnórs í liðið en vill þó fara varlega af stað með hann. Enski boltinn 28.9.2023 15:01
FH með flest karakterstig en Blikar á botninum FH-ingar eru með yfirburðarforystu á einum lista í Bestu deildar karla í fótbolta í sumar. Þeir hafa náð flestum stigum út úr leikjum þar sem þeir lenda undir. Íslenski boltinn 28.9.2023 14:40
Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 28.9.2023 14:15
Sjáðu Arnór skora hjá Rúnari Alex og Rúnar síðan verja frá honum víti Arnór Sigurðsson og félagar í Blackburn Rovers tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins með 5-2 sigri á Cardiff City í gær. Enski boltinn 28.9.2023 13:40
Blaðamannafundurinn fyrir fimmtíu milljóna króna leikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Aftureldingar og Vestra um sæti í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 28.9.2023 13:32
Sádarnir vilja kaupa enska dómara Fjölmargir öflugir fótboltamenn hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Sádarnir ætla ekki að láta þar við sitja. Fótbolti 28.9.2023 13:00
Manchester United trúir því að félagið sé ekki að brjóta lög Meðferð Manchester United á leikmanni sínum Jadon Sancho hefur vakið upp spurningum um hvort félagið sé þarna í órétti. Enski boltinn 28.9.2023 12:00
Heimsmeistari selur sundlaugar Leikmaður heimsmeistaraliðs Frakka 1998 er í nokkuð óvenjulegu starfi. Hann selur nefnilega sundlaugar. Fótbolti 28.9.2023 11:02
Formleg rannsókn á meintum mútum Barcelona hafin á Spáni Formleg rannsókn, á meintum mútum spænska knattspyrnufélagsins Barcelona til spænsku fótboltadómaranefndarinnar á Spáni, er hafin en rannsóknin spannar um tveggja áratuga tímabil. Fótbolti 28.9.2023 10:15
Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Íslenski boltinn 28.9.2023 10:01
Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Fótbolti 28.9.2023 09:30
Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026 Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 28.9.2023 08:20
Leikmenn Villa kvíða fyrir að spila í blautbolunum Leikmenn kvennaliðs Aston Villa kvíða fyrir að spila í nýjum treyjum liðsins í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn 28.9.2023 07:30
Arteta: Kaupum ekki annan framherja Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir að félagið sé ekki í leit að nýjum framherja þrátt fyrir gagnrýni á framherja liðsins í byrjun tímabils. Enski boltinn 28.9.2023 07:01
Klopp um Nunez: Hann er okkur mjög mikilvægur Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segist ánægður með framfarir Darwin Nunez síðustu vikur. Enski boltinn 27.9.2023 22:32
Dregið í deildabikarnum: Newcastle mætir á Old Trafford Manchester United mun mæta Newcastle United í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Enski boltinn 27.9.2023 21:48