Fótbolti

Donnarumma fékk takka í and­litið og endaði upp á spítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Donnarumma er vel merktur eftir leikinn í kvöld.
Gianluigi Donnarumma er vel merktur eftir leikinn í kvöld. @fabriziorom

Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint Germain, þurfti að fara af velli eftir samstuð við leikmann Mónakó í frönsku deildinni í kvöld.

PSG vann leikinn 4-2 en það var enn markalaust þegar Donnarumma þurfti að fara af velli á 22. mínútu.

Donnarumma fékk þá takkana á öðrum skónum hans Wilfried Singo í andlitið.

Ítalski markvörðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma tíu spor í andlitið hans.

Wilfried Singo slapp við rautt spjald í þessu atviki sem margir hafa gagnrýnt en myndirnar líta ekki vel út fyrir hann.

Ousmane Dembélé skoraði tvö mörk fyrir Parísarliðið en lenti 2-1 undir í leiknum. Hin mörkin skoruðu Désiré Doué og Goncalo Ramos. Eliesse Ben Seghir og Breel Embolo skoruðu mörk Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×