Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 11:15 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn