„Vissi hvað ég var að fara út í“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:47 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag. Belgíski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag.
Belgíski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira