Fótbolti

Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lítið samband er milli Dennis og Trinitys Rodman.
Lítið samband er milli Dennis og Trinitys Rodman. getty/Tony Quinn

Bandaríska fótboltakonan Trinity Rodman segir að Dennis Rodman sé ekki pabbi sinn, nema að nafninu til.

Rodman varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu í sumar en hún skoraði þrjú mörk í París. Rodman, sem er 22 ára, hefur leikið 46 landsleiki og skorað tíu mörk.

Eins og flestir vita er Rodman dóttir körfuboltastjörnunnar og kynlega kvistsins Dennis Rodman. 

Trinity segir að Rodman sé ekki merkilegur pabbi og þau séu ekki í miklu sambandi.

„Ég held að þetta sé bara reiði sem ég hef ekki fengið útrás fyrir og það er erfitt fyrir mig,“ sagði Trinity í hlaðvarpinu Call Her Daddy. Hún segir að ekki hafi verið hægt að búa með Rodman.

„Við reyndum að búa með honum en það var partí allan sólarhringinn og hann kom með alls konar stelpur heim. Hann elskar sviðsljósið, myndavélarnar, mæta með börnin sín upp á svið og sýna þau. Ég grét. Enginn veit hvað er í gangi. Ég er búin að missa alla von að fá hann einhvern tímann til baka. Hann er ekki pabbi. Kannski blóðpabbi minn en ekkert annað.“

Rodman eignaðist tvö börn með Michelle Moyer: Trinity og DJ sem er spilar körfubolta eins og pabbi sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×